Eftirminnilegur tímamótaleikur hjá Kára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 13:30 Kári í leik gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Vísir/HAG Bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistara KR í Frostaskjólið um helgina í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Leikurinn – sem var ef til vill ekki mikið fyrir augað hvað varðar fótbolta – var þó merkilegur fyrir margar sakir. KR hefur nú unnið fjóra leiki í röð gegn Víkingum. Báðir deildarleikir liðanna í fyrra fóru 1-0 og þá vann KR leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ, einnig 1-0. Leiknum í gær lauk hins vegar með 2-0 sigri KR og það sem meira er, Víkingar enduðu leikinn með átta leikmenn á vellinum. Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson – miðverðir Víkinga í leiknum – sáu allir rautt. Hvort rauðu spjöldin áttu rétt á sér verður ósagt látið en leikur helgarinnar var 450. deildarleikur Kára Árna á ferlinum. Víkingar verða því án miðvarðanna þriggja þegar liðið fær Val í heimsókn í Víkina á miðvikudaginn kemur. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti í morgun lista með leikjahæstu leikmönnum Íslands og Kári er nú í 11. sæti listans. Kári hefur alls leikið 55 deildarleiki hér á landi, alla með Víking Reykjavík. Erlendis hefur Kári svo leikið með fjölda liða. Hann lék 72 leiki með Djurgården og Malmö í Svíþjóð, 58 leikir komu með AGF og Esbjerg í Danmörku. Flesta leiki lék hann á Englandi eða 191 talsins með Plymouth og Rotherham, aðrir 53 komu með Aberdeen í Skotlandi. Átta með Omonia á Kýpur og að lokum þrettán í Tyrklandi með Gençlerbirliği. Alls eru þetta 450 leikir í sjö löndum. Í upphafi móts var Kári í 14. sæti yfir leikjahæstu Íslendinga en hann hefur nú unnið sig upp í 11. sæti. Fari svo að Kári nái öllum leikjum Íslandsmótsins sem eftir eru – nema leik liðsins gegn Val í næstu umferð þar sem Kári verður í leikbanni – þá verður landsliðsmaðurinn öflugi kominn upp í 7. sæti listans. Kári á þó langt í land með að ná efstu mönnum en Arnór Guðjohnsen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku allir yfir 500 leiki á ferlinum. 523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistara KR í Frostaskjólið um helgina í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Leikurinn – sem var ef til vill ekki mikið fyrir augað hvað varðar fótbolta – var þó merkilegur fyrir margar sakir. KR hefur nú unnið fjóra leiki í röð gegn Víkingum. Báðir deildarleikir liðanna í fyrra fóru 1-0 og þá vann KR leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ, einnig 1-0. Leiknum í gær lauk hins vegar með 2-0 sigri KR og það sem meira er, Víkingar enduðu leikinn með átta leikmenn á vellinum. Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson – miðverðir Víkinga í leiknum – sáu allir rautt. Hvort rauðu spjöldin áttu rétt á sér verður ósagt látið en leikur helgarinnar var 450. deildarleikur Kára Árna á ferlinum. Víkingar verða því án miðvarðanna þriggja þegar liðið fær Val í heimsókn í Víkina á miðvikudaginn kemur. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víðir Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti í morgun lista með leikjahæstu leikmönnum Íslands og Kári er nú í 11. sæti listans. Kári hefur alls leikið 55 deildarleiki hér á landi, alla með Víking Reykjavík. Erlendis hefur Kári svo leikið með fjölda liða. Hann lék 72 leiki með Djurgården og Malmö í Svíþjóð, 58 leikir komu með AGF og Esbjerg í Danmörku. Flesta leiki lék hann á Englandi eða 191 talsins með Plymouth og Rotherham, aðrir 53 komu með Aberdeen í Skotlandi. Átta með Omonia á Kýpur og að lokum þrettán í Tyrklandi með Gençlerbirliği. Alls eru þetta 450 leikir í sjö löndum. Í upphafi móts var Kári í 14. sæti yfir leikjahæstu Íslendinga en hann hefur nú unnið sig upp í 11. sæti. Fari svo að Kári nái öllum leikjum Íslandsmótsins sem eftir eru – nema leik liðsins gegn Val í næstu umferð þar sem Kári verður í leikbanni – þá verður landsliðsmaðurinn öflugi kominn upp í 7. sæti listans. Kári á þó langt í land með að ná efstu mönnum en Arnór Guðjohnsen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku allir yfir 500 leiki á ferlinum. 523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason
523 Arnór Guðjohnsen 520 Ívar Ingimarsson 512 Hermann Hreiðarsson 504 Eiður Smári Guðjohnsen 492 Heiðar Helguson 481 Ásgeir Sigurvinsson 465 Arnar Þór Viðarsson 462 Atli Eðvaldsson 462 Rúnar Kristinsson 460 Tryggvi Guðmundsson 450 Kári Árnason
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12 KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 2-0 | Víkingar sáu þrjú rauð í tapi á Meistaravöllum KR vann 2-0 sigur á Víkingi í leik þar sem þrír reyndustu leikmenn Víkinga voru reknir af velli. 4. júlí 2020 20:12
KR ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð á heimavelli í áratug Ef Víkingar sækja sigur í Vesturbæinn á morgun verður það í fyrsta sinn í áratug sem KR-ingar tapa tveimur deildarleikjum í röð á Meistaravöllum. 3. júlí 2020 13:30
Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54
Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07
Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti