Enski boltinn

Segir að Klopp þurfi að opna veskið í sumar: „City gerði það ekki og fékk það í bakið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp þarf að opna veskið í sumar, segir blaðamaður Daily Mail.
Klopp þarf að opna veskið í sumar, segir blaðamaður Daily Mail. vísir/getty

Ian Ladyman, blaðamaður Daily Mail, segir að ensku meistararnir í Liverpool þurfi að styrkja liðið sitt í sumar ef liðið ætlar að berjast aftur við toppinn á næsta ári.

„Liverpool verður að eyða pening til þess að verja enska titilinn eftir að Divock Origi og félagar áttu í erfiðleikum gegn Aston Villa. Manchester City gerði það ekki á síðustu leiktíð og fengu það heldur betur í bakið.“

Svona byrjar grein Ian eftir leikinn í gær en Liverpool vann 2-0 sigur á Aston Villa. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik rönkuðu meistararnir við sér í síðari hálfleik og afgreiddu Villa-menn sem eru í miklum vandræðum.

„Til þess að verja titilinn á næstu leiktíð verður Liverpool að verða jafn gott og á þessari leiktíð. City verður sterkt á næstu leiktíð og mun ekki vanta hvatningu. Þeir munu að minnsta kosti kaupa einn varnarmann og það gæti gert gæfumuninn.“

„Spurningin er: Hvað ætlar Liverpool að gera? Þeir ættu að styrkja sig á meðan þeir hafa forskotið. Á meðan Manchester United réði ríkjum þá var það eitthvað sem Sir Alex Ferguson reyndi alltaf að gera, með tilteknum árangri. City gerði það ekki á síðustu leiktíð, þeir keyptu aldrei neinn í stað Vincent Kompany og það kom í bakið á þeim.“

Alla grein Ian má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.