Enski boltinn

Segir að Klopp þurfi að opna veskið í sumar: „City gerði það ekki og fékk það í bakið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp þarf að opna veskið í sumar, segir blaðamaður Daily Mail.
Klopp þarf að opna veskið í sumar, segir blaðamaður Daily Mail. vísir/getty

Ian Ladyman, blaðamaður Daily Mail, segir að ensku meistararnir í Liverpool þurfi að styrkja liðið sitt í sumar ef liðið ætlar að berjast aftur við toppinn á næsta ári.

„Liverpool verður að eyða pening til þess að verja enska titilinn eftir að Divock Origi og félagar áttu í erfiðleikum gegn Aston Villa. Manchester City gerði það ekki á síðustu leiktíð og fengu það heldur betur í bakið.“

Svona byrjar grein Ian eftir leikinn í gær en Liverpool vann 2-0 sigur á Aston Villa. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik rönkuðu meistararnir við sér í síðari hálfleik og afgreiddu Villa-menn sem eru í miklum vandræðum.

„Til þess að verja titilinn á næstu leiktíð verður Liverpool að verða jafn gott og á þessari leiktíð. City verður sterkt á næstu leiktíð og mun ekki vanta hvatningu. Þeir munu að minnsta kosti kaupa einn varnarmann og það gæti gert gæfumuninn.“

„Spurningin er: Hvað ætlar Liverpool að gera? Þeir ættu að styrkja sig á meðan þeir hafa forskotið. Á meðan Manchester United réði ríkjum þá var það eitthvað sem Sir Alex Ferguson reyndi alltaf að gera, með tilteknum árangri. City gerði það ekki á síðustu leiktíð, þeir keyptu aldrei neinn í stað Vincent Kompany og það kom í bakið á þeim.“

Alla grein Ian má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.