Íslenski boltinn

„Magnús átti gjör­sam­lega hræði­legan leik“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnus í leik gegn Gróttu fyrr á leiktíðinni.
Magnus í leik gegn Gróttu fyrr á leiktíðinni. vísir/hag

Þorkell Máni Pétursson, spekingur um Pepsi Max-deildina, hreifst af leikplani Skagamanna gegn Valsmönnum á föstudagskvöldið.

ÍA gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 sigur á Val á föstudaginn en Skagamenn mættu afar grimmir og pressuðu Valsmenn hátt.

„Þeir voru aðallega að pressa á varnarlínu Valsara og þeir leyfðu Hannesi alveg að vera með boltann og rúlla honum upp og svo kom pressan,“ sagði Máni um leikplan Skagamanna.

„Skagamenn hefðu þess vegna getað skorað fleiri mörk og í stöðunni 3-0 þá voru Skagamenn líklegri til að skora.“

Færeyingurinn Magnus Egilson átti arfa dapran dag í vinstri bakverðinum hjá Val en hann kom inn í liðið á kostnað Valgeirs Lunddal eftir sigurinn á HK í síðustu umferð.

„Magnus Egilson átti gjörsamlega hræðilegan leik í gær [fyrradag]. Ég skil ekki að hann hafi byrjað þennan leik eftir frammistöðu Valgeirs Lunddal í síðasta leik. Mér finnst það skrýtin skilaboð frá þjálfaranum að skipta um bakvörð eftir góðan leik.“

Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Máni um leik ValsFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.