Erlent

Dýragarðsvörður lést eftir árás tígrisdýrs

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá síberíutígur í Zürich. Þessi er þó ekki sá sem um ræðir í fréttinni enda myndin tekin árið 1992.
Hér má sjá síberíutígur í Zürich. Þessi er þó ekki sá sem um ræðir í fréttinni enda myndin tekin árið 1992. Getty/Ullstein Bild

Dýragarðsvörður í svissnesku borginni Zürich lést í dag eftir að hafa orðið fyrir árás fullvaxta tígrisdýrs.

Dýragarðsvörðurinn var staddur inni í búri Síberíu-tígrisynjunnar Irinu en ekki er vitað af hverju. Dýragarðurinn var opinn þegar atvikið varð og tilkynntu gestir um veru varðarins í búrinu. BBC greinir frá.

Gerðar voru tilraunir til þess að lokka dýrið frá konunni en eftir að það hafi tekist mistókust endurlífgunaraðgerðir. „Hjálpin kom of seint,“ segir talskona lögreglunnar í Zürich.

Dýragarðinum hefur nú verið lokað og hefur þeim sem urðu vitni að atvikinu verið boðin áfallahjálp. Skammt er frá síðustu hættulegu árás dýrs á dýragarðsvörð í Zürich en í desember síðastliðnum var krókódíll skotinn til bana eftir að hafa bitið dýragarðsvörð í handlegginn þegar þrif stóðu yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.