Erlent

Dýragarðsvörður lést eftir árás tígrisdýrs

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá síberíutígur í Zürich. Þessi er þó ekki sá sem um ræðir í fréttinni enda myndin tekin árið 1992.
Hér má sjá síberíutígur í Zürich. Þessi er þó ekki sá sem um ræðir í fréttinni enda myndin tekin árið 1992. Getty/Ullstein Bild

Dýragarðsvörður í svissnesku borginni Zürich lést í dag eftir að hafa orðið fyrir árás fullvaxta tígrisdýrs.

Dýragarðsvörðurinn var staddur inni í búri Síberíu-tígrisynjunnar Irinu en ekki er vitað af hverju. Dýragarðurinn var opinn þegar atvikið varð og tilkynntu gestir um veru varðarins í búrinu. BBC greinir frá.

Gerðar voru tilraunir til þess að lokka dýrið frá konunni en eftir að það hafi tekist mistókust endurlífgunaraðgerðir. „Hjálpin kom of seint,“ segir talskona lögreglunnar í Zürich.

Dýragarðinum hefur nú verið lokað og hefur þeim sem urðu vitni að atvikinu verið boðin áfallahjálp. Skammt er frá síðustu hættulegu árás dýrs á dýragarðsvörð í Zürich en í desember síðastliðnum var krókódíll skotinn til bana eftir að hafa bitið dýragarðsvörð í handlegginn þegar þrif stóðu yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×