Erlent

Malaríu- og HIV-lyf drógu ekki úr dánartíðni Covid-sjúklinga

Kjartan Kjartansson skrifar
Malaríulyfið hydroxychloroquine er á meðal þeirra lyfja sem kannað hefur verið hvort að virki sem meðferð gegn Covid-19.
Malaríulyfið hydroxychloroquine er á meðal þeirra lyfja sem kannað hefur verið hvort að virki sem meðferð gegn Covid-19. Vísir/EPA

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur stöðvað tilraunir með malaríu- og HIV-lyf eftir að þau reyndust ekki bæta lífslíkur Covid-19-sjúklinga á sjúkrahúsum. Nýtt met yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita á heimsvísu var sett í dag þegar fleiri en 212.000 manns greindust smitaðir síðasta sólarhringinn.

Bráðabirgðaniðurstöður úr tilraununum bentu til þess að malaríulyfið hydroxychloroquine og HIV-lyfjablanda lopinavir og ritonavir hefðu lítil eða engin áhrif til þess að draga úr dánartíðni sjúklinga sem lagðir eru inn á sjúkrahús með Covid-19. Tilraunum með lyfin í forvarnarskyni og fyrir sjúklinga sem ekki þarf að leggja inn á sjúkrahús halda áfram, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Greint var frá 212.326 nýjum smitum á heimsvísu síðasta sólarhringinn í dag og hafa þau aldrei verið fleiri. Mesta fjölgunin varð í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Um fimm þúsund manns láta nú lífið af völdum veirunnar á dag. Alls hafa nú fleiri en ellefu milljónir manna smitast í faraldrinum og um hálf milljón manna látið lífið.

Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að tilraunir með bandaríska veirulyfið remdesivir gegn Covid-19 haldi áfram. Búist sé við fyrstu niðurstöðum á næstu tveimur vikum.


Tengdar fréttir

Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi

Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.