Íslenski boltinn

2. deild karla: Markaregn í Breiðholtinu, Haukar og Selfoss með sigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Dalvík/Reynir sigraði ÍR í markaleik.
Dalvík/Reynir sigraði ÍR í markaleik. mynd/dalvíkreynir facebook

Þrír leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. 

Í Breiðholtinu mættust ÍR og Dalvík/Reynir. Boðið var upp á markaveislu þar sem Dalvíkingar fóru með 4-3 sigur af hólmi. Dalvíkingar voru á tímapunkti komnir 4-1 yfir en ÍR-ingar áttu síðustu tvö mörk leiksins og náðu þannig aðeins að laga stöðuna. Fyrsti sigur Dalvík/Reynis í sumar staðreynd. 

Selfoss sigraði þá Völsung 2-1 á heimavelli og Haukar unnu útisigur gegn Þrótti Vogum, 1-2. Haukar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina en Selfoss er með sex stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.