Íslenski boltinn

2. deild karla: Markaregn í Breiðholtinu, Haukar og Selfoss með sigra

Ísak Hallmundarson skrifar
Dalvík/Reynir sigraði ÍR í markaleik.
Dalvík/Reynir sigraði ÍR í markaleik. mynd/dalvíkreynir facebook

Þrír leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. 

Í Breiðholtinu mættust ÍR og Dalvík/Reynir. Boðið var upp á markaveislu þar sem Dalvíkingar fóru með 4-3 sigur af hólmi. Dalvíkingar voru á tímapunkti komnir 4-1 yfir en ÍR-ingar áttu síðustu tvö mörk leiksins og náðu þannig aðeins að laga stöðuna. Fyrsti sigur Dalvík/Reynis í sumar staðreynd. 

Selfoss sigraði þá Völsung 2-1 á heimavelli og Haukar unnu útisigur gegn Þrótti Vogum, 1-2. Haukar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina en Selfoss er með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.