Enski boltinn

„Munum ekki gefa úrvalsdeildarleiki eins og jólagjafir“

Ísak Hallmundarson skrifar
Klopp fyrir leik gegn Crystal Palace á dögunum.
Klopp fyrir leik gegn Crystal Palace á dögunum. vísir/getty

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann muni ekki gefa ungum leikmönnum úrvalsdeildarleiki eins og „jólagjafir“ þrátt fyrir að liðið hafi þegar tryggt sér meistaratitilinn.

Liverpool fékk 4-0 skell gegn Manchester City í fyrradag í fyrsta leiknum sem nýkrýndir Englandsmeistarar. Það var aðeins annað tap liðsins á leiktíðinni.

„Okkar ungu leikmenn eru mjög nálægt því, en við munum ekki gefa þeim leiki í úrvalsdeildinni upp á gamnið,“ sagði Klopp.

Harvey Elliot, Neco Williams og Curtis Jones hafa allir verið í leikmannahópi Liverpool í síðustu tveimur leikjum, en þeir eru á aldrinum 17-19 ára. Liverpool á sex leiki eftir í deild og eru dottnir út úr öllum bikarkeppnum.

„Við viljum vinna fótboltaleiki og til að gera það þurfa bestu leikmennirnir að vera á vellinum. Ef að ungu strákarnir eru hluti af bestu leikmönnunum þá munu þeir vera inn á vellinum. Þeir eru mjög nálægt því, þeir eru mjög góðir og eru framtíðin okkar en þeir munu ekki spila núna bara því ég vil sjá þá í úrvalsdeildarleik.“

„Við gefum ekki úrvalsdeildarleiki eins og jólagjafir,“ ítrekaði Klopp.

Klopp sagði jafnframt að hann teldi að Frank Lampard og Ole Gunnar Solskjær myndu ekki vera spurðir þessarar spurningar, hvort þeir ætli að nota yngri leikmenn sína. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.