Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiða­blik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan

Rúnar Þór Brynjarsson skrifar
óskar hrafn

KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma.

Á Greifavelli voru ekkert sérstakar aðstæður og byrjaði leikurinn rólega. Mikill vindur og völlurinn lélegur. Liðin voru smá tíma að aðlagast og finna taktinn. Gísli Eyjólfsson fór meiddur af velli eftir 20. mínúta leik. Inn í hans stað kom Kwame Quee. Rétt fyrir hálfleik kom Thomas Mikkelsen Blikum yfir eftir smá dans inní teig hjá Brynjólfi og datt boltinn fyrir nefið á Dananum sem kláraði vel. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir gestunum.

Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og voru þeir nálægt því að tvöfalda forystu sína en KA bjargaði á línu. Brynjar Ingi jafnaði síðan metin fyrir KA eftir undirbúning frá Hallgrími Mar.

Það lifnaði heldur betur við leiknum þegar KA menn fengu dæmt víti í uppbótartíma. Guðmundur Steinn Hafsteinsson steig á punktinn og skoraði sitt fyrsta mark fyrir KA. Akureyringar fagna og héldu að þeir væru búnir að tryggja sér öll stigin í leiknum.

Andartaki síðar fóru Blikar í sókn og verður Hrannar Björn fyrir því óláni að fá boltann beint í hendina og víti dæmt. Thomas Mikkelsen skorar úr vítinu og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

Óskar Hrafn var ekki sáttur með ástandið á vellinum.Sport/skjáskot

Óskar Hrafn: „Undirlagið með því daprasta í efstu deild í Evrópu“

„Ég er stoltur af liðinu mínu, mér fannst við vera betri allan tímann. Að hafa náð að spila fótbolta á þessum ömurlega velli finnst mér bara afrek. Við héldum boltanum vel og fannst við skapa okkur fullt af færum og við gerðum gott samspil. Við náðum að láta undirlagið ekki stjórna okkur og ég er stoltur af mínum mönnum fyrir það,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik.

Næsti leikur hjá Breiðablik er heimaleikur á móti FH miðvikudaginn 8. júlí.

Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL

Óli Stefán: „Tilfinningarússíbani“

„Var kominn upp til skýja en er rifinn niður aftur en fyrstu viðbrögð bara svekktur að hafa ekki náð að sigla þessu heim. Leikplanið virkaði vel, við náðum að loka svona að mestu leyti á það sem þeir hafa fram á að færa. Við vorum hættulegir en við erum að spila á móti frábæru liði en við þurftum að vera með allt okkar á hreinu til þess að fá eitthvað út úr svona verkefni en ótrúlega nálægt því að sækja 3 punkta,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA.

KA fer næst í heimsókn til Fylkis í Árbæinn þann 9. júlí.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.