Íslenski boltinn

Lengjudeild kvenna: Keflavík á toppinn eftir stórsigur á Augnabliki

Ísak Hallmundarson skrifar
Keflvíkingar ætla sér stóra hluti í sumar og eru á toppi deildarinnar um þessar mundir. 
Keflvíkingar ætla sér stóra hluti í sumar og eru á toppi deildarinnar um þessar mundir.  mynd/víkurfréttir

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. 

Keflavík vann stóran sigur á Augnablik, 5-0, þar sem Anita Lind Daníelsdóttir skoraði tvö mörk og þær Dröfn Einarsdóttir, Paula Watnick og Natasha Anashi gerðu eitt mark hver.

Keflavík er eftir leikinn á toppnum með sjö stig eftir þrjá leiki og markatöluna 10:1, á meðan Augnablik hefur spilað tvo leiki og fengið eitt stig. 

Haukar og ÍA gerðu með sér 2-2 jafntefli. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir kom Skagastelpum yfir á 6. mínútu en Vienna Behnke jafnaði fyrir Hauka á 23. mínútu. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir kom Haukakonum yfir í seinni hálfleik en undir lok leiksins jafnaði Erla Karitas Jóhannesdóttir metin fyrir ÍA. 

ÍA hefur núna gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum og eru þær því með þrjú stig, Haukar eru hinsvegar með fimm stig.

Þá gerðu Grótta og Afturelding 0-0 jafntefli á Seltjarnarnesi. Grótta er með fimm stig líkt og Haukar en Afturelding með stigi minna, eða fjögur stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×