Íslenski boltinn

Lengjudeild kvenna: Keflavík á toppinn eftir stórsigur á Augnabliki

Ísak Hallmundarson skrifar
Keflvíkingar ætla sér stóra hluti í sumar og eru á toppi deildarinnar um þessar mundir. 
Keflvíkingar ætla sér stóra hluti í sumar og eru á toppi deildarinnar um þessar mundir.  mynd/víkurfréttir

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. 

Keflavík vann stóran sigur á Augnablik, 5-0, þar sem Anita Lind Daníelsdóttir skoraði tvö mörk og þær Dröfn Einarsdóttir, Paula Watnick og Natasha Anashi gerðu eitt mark hver.

Keflavík er eftir leikinn á toppnum með sjö stig eftir þrjá leiki og markatöluna 10:1, á meðan Augnablik hefur spilað tvo leiki og fengið eitt stig. 

Haukar og ÍA gerðu með sér 2-2 jafntefli. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir kom Skagastelpum yfir á 6. mínútu en Vienna Behnke jafnaði fyrir Hauka á 23. mínútu. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir kom Haukakonum yfir í seinni hálfleik en undir lok leiksins jafnaði Erla Karitas Jóhannesdóttir metin fyrir ÍA. 

ÍA hefur núna gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum og eru þær því með þrjú stig, Haukar eru hinsvegar með fimm stig.

Þá gerðu Grótta og Afturelding 0-0 jafntefli á Seltjarnarnesi. Grótta er með fimm stig líkt og Haukar en Afturelding með stigi minna, eða fjögur stig. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.