Íslenski boltinn

Lengjudeildin: Þórsarar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir

Ísak Hallmundarson skrifar
Jóhann Helgi skoraði annað mark Þórs en hann hefur leikið með Þór allan sinn feril.
Jóhann Helgi skoraði annað mark Þórs en hann hefur leikið með Þór allan sinn feril. vísir/andri marinó

Einn leikur fór fram í Lengjudeild karla í kvöld þegar Þróttur R. fékk Þór Akureyri í heimsókn. 

Alvaro Montejo kom Þórsurum yfir á 13. mínútu og Jóhann Helgi Hannesson tvöfaldaði forskotið á 39. mínútu.

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og lokatölur í Laugardalnum 0-2 Þórsurum í vil. 

Þór er komið á toppinn í Lengjudeildinni í bili, með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Á meðan eru Þróttarar á botni deildarinnar án stiga. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.