Íslenski boltinn

Grótta fær til sín skoskan sóknarmann

Ísak Hallmundarson skrifar
Nær hinn ungi Kieran að efla markaskorun Gróttu í sumar?
Nær hinn ungi Kieran að efla markaskorun Gróttu í sumar? mynd/facebooksíða gróttu

Grótta hefur fengið liðsstyrk fram á við fyrir komandi átök í Pepsi Max deild karla. Hann heitir Kieran McGrath og kemur frá skoska stórveldinu Celtic.

McGrath er 19 ára gamall sóknarmaður, en Gróttu hefur einmitt ekki tekist að skora mark í fyrstu þremur umferðum Pepsi Max deildarinnar og því spennandi að fylgjast með hvort Skotinn muni hjálpa þeim í markaskoruninni. 

,,Kieran er 19 ára gamall sóknarmaður sem kemur úr herbúðum Glasgow Celtic, þar sem hann hefur verið síðastliðin fimm ár, en hann gekk til liðs við akademíu skoska stórliðsins frá Hibernian árið 2015. Það er hluti af stefnu deildarinnar að fá til Gróttu unga efnilega leikmenn, sem vilja fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Það er sérstakt ánægjuefni að fá slíkan leikmann úr allt öðru umhverfi til að efla okkar unga hóp og við bjóðum Kieran hjartanlega velkominn á Nesið,“ segir í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Gróttu um félagsskiptin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.