Íslenski boltinn

Óttar Magnús lék sama leik og Jón Arnar í síðustu umferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Víkings fagna aukaspyrnumarki Óttars á meðan FH-ingar malda í móinn.
Leikmenn Víkings fagna aukaspyrnumarki Óttars á meðan FH-ingar malda í móinn. Mynd/Stöð 2 Sport

Í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöld voru að venju valin mark, leikmaður, varnarvinna og lið umferðarinnar. Þar bar Óttar Magnús Karlsson höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Hér að neðan má sjá hvað þeir Guðmundur Benediktsson, Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson völdu að þessu sinni.

Origo mark þriðju umferðar deildarinnar var að sjálfsögðu aukaspyrnumark Óttars Magnúsar Karlssonar í 4-1 sigri Víkinga á FH. Óttar Magnús fékk aukaspyrnu uppvið endalínuna og ákvað að taka hana snöggt á meðan allir leikmenn FH virtust annars hugar.

Klippa: Mark 3. umferðar Pepsi Max deild karla

Það má deila um hvort lið umferðarinnar gæti spilað saman en liðið er vægast sagt sóknarsinnað. Til að mynda eru þrír sókndjarfir bakverðir í þriggja manna varnarlínu.

Lið 3. umferðar í Pepsi Max deildinni.Mynd/Stöð 2 Sport
Klippa: Lið 3. umferðar

Besti leikmaður umferðarinnar kom svo ekki á óvart en þeir félagar völdu Óttar Magnús Karlsson sem besta leikmann umferðarinnar. Framherjinn öflugi skoraði þrennu í mögnuðum 4-1 sigri Víkings á FH.

Klippa: Besti leikmaður 3. umferðar

Að lokum er það varnarvinna umferðarinnar en það er nýr liður. Beitir Ólafsson, markvörður KR, hlaut þau verðlaun fyrir frábæra frammistöðu upp á Skaga í 2-1 sigri Íslandsmeistaranna.

Klippa: Varnarvinna 3. umferðar Pepsi Max deildar karla

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×