Ansi margir færir knattspyrnumenn renna út af samningi í sumar og Sky Sports ákvað þar af leiðandi að velja ellefu leikmenn í draumalið samningslausra leikmanna.
Joe Hart er í markinu en hann er einn af sjö leikmönnum enska boltans sem komast í liðið. Leikmenn Tottenham, Liverpool, Nice og Schalke mynda varnarlínuna.
David Silva er á leið burt frá Manchester City eftir tíu ára veru hjá félaginu og Mario Götze, sem margir bjuggust við svo miklu af, er á leið frá uppeldisfélaginu Dortmund.
Edinson Cavani mun væntanlega fá hausverk við að velja úr tilboðum sem hann mun fá í sumar en hann er á leið frá PSG. Hann myndar framlínuna ásamt þeim Ryan Fraser og Willian.
Liðið: Joe Hart (Burnley) - Nathaniel Clyne (Liverpool), Jan Vertonghen (Tottenham), Benjamin Stambouli (Schalke), Malang Sarr (Nice) - David Silva (Man. City), Mario Gotze (Dortmund), Adam Lallana (Liverpool) - Willian (Chelsea), Edinson Cavani (PSG), Ryan Fraser (Bournemouth).
Out of contract XI:
— CheekySport (@CheekySport) June 30, 2020
GK: Joe Hart
RB: Nathanial Clyne
CB: Benjamin Stambouli
CB: Malang Sarr
LB: Jan Vertonghen
CM: David Silva
CM: Adam Lallana
CAM: Mario Gotze
RW: Willian
LW: Ryan Fraser
ST: Edinson Cavani
What team would this squad beat