Íslenski boltinn

Arnar Sveinn úr Kópavoginum í Árbæinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Sveinn mætti í Sportið í dag fyrr á árinu en hann er forseti Leikmanansamtakanna á Íslandi.
Arnar Sveinn mætti í Sportið í dag fyrr á árinu en hann er forseti Leikmanansamtakanna á Íslandi. Mynd/Stöð 2 Sport

Hægri bakvörðurinn Arnar Sveinn Geirsson mun leika með Fylki út leiktíðina. Kemur hann á láni frá Breiðabliki. Eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Kópavogsliðinu í vetur þá var fljótlega gefið út að Arnar Sveinn væri ekki í áætlunum hans.

Svo virtist sem Arnar Sveinn yrði þó áfram í herbúðum Blika í sumar en nú hafa félagaskipti hans verið staðfest á vef KSÍ.

Hinn 28 ára gamli Arnar er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með Fram, Víking Ólafsvík og KH hér á landi. Alls hefur hann leikið 103 leiki í efstu deild.

Mun hann styrkja lið Fylkis sem hefur misst tvo máttarstólpa í þeim Ragnari Braga Sveinssyni og Helga Val Daníelssyni eftir aðeins þrjár umferðir í Pepsi Max deildinni.

Næsti leikur Fylkis er gegn Fjölni þann 4. júlí.


Tengdar fréttir

Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið?

Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×