Íslenski boltinn

Arnar Sveinn úr Kópavoginum í Árbæinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Sveinn mætti í Sportið í dag fyrr á árinu en hann er forseti Leikmanansamtakanna á Íslandi.
Arnar Sveinn mætti í Sportið í dag fyrr á árinu en hann er forseti Leikmanansamtakanna á Íslandi. Mynd/Stöð 2 Sport

Hægri bakvörðurinn Arnar Sveinn Geirsson mun leika með Fylki út leiktíðina. Kemur hann á láni frá Breiðabliki. Eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Kópavogsliðinu í vetur þá var fljótlega gefið út að Arnar Sveinn væri ekki í áætlunum hans.

Svo virtist sem Arnar Sveinn yrði þó áfram í herbúðum Blika í sumar en nú hafa félagaskipti hans verið staðfest á vef KSÍ.

Hinn 28 ára gamli Arnar er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með Fram, Víking Ólafsvík og KH hér á landi. Alls hefur hann leikið 103 leiki í efstu deild.

Mun hann styrkja lið Fylkis sem hefur misst tvo máttarstólpa í þeim Ragnari Braga Sveinssyni og Helga Val Daníelssyni eftir aðeins þrjár umferðir í Pepsi Max deildinni.

Næsti leikur Fylkis er gegn Fjölni þann 4. júlí.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.