Íslenski boltinn

Fjölnir vonast til að ná í tvo leikmenn fyrir miðnætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Fjölnis á leiktíðinni.
Úr leik Fjölnis á leiktíðinni. vísir/hag

Fjölnismenn ætla að styrkja sig fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en þetta staðfesti Kolbeinn Krstinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, í samtali við Vísi.

Fjölnir er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í Pepsi Max-deildinni eftir jafntefli gegn Víkingum og tap gegn Stjörnunni og Breiðabliki.

„Það eru pulsur í pottinum, eins og einn góður maður sagði við mig,“ sagði Kolbeinn í hádeginu.

Hann vonaðist til að tilkynna um leikmennina á næstu klukkustundum en hann sagði að einn til tveir leikmenn væru vonandi á leiðinni í Grafarvoginn.

Formaðurinn sagði að þeir væru bæði innlendis og erlendis frá en vildi ekki fara nánar út í málið enda ekki búið að skrifa undir alla pappíra.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar á miðnætti svo Fjölnismenn þurfa að hafa hraðar hendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×