Íslenski boltinn

Fjölnir vonast til að ná í tvo leikmenn fyrir miðnætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Fjölnis á leiktíðinni.
Úr leik Fjölnis á leiktíðinni. vísir/hag

Fjölnismenn ætla að styrkja sig fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en þetta staðfesti Kolbeinn Krstinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, í samtali við Vísi.

Fjölnir er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina í Pepsi Max-deildinni eftir jafntefli gegn Víkingum og tap gegn Stjörnunni og Breiðabliki.

„Það eru pulsur í pottinum, eins og einn góður maður sagði við mig,“ sagði Kolbeinn í hádeginu.

Hann vonaðist til að tilkynna um leikmennina á næstu klukkustundum en hann sagði að einn til tveir leikmenn væru vonandi á leiðinni í Grafarvoginn.

Formaðurinn sagði að þeir væru bæði innlendis og erlendis frá en vildi ekki fara nánar út í málið enda ekki búið að skrifa undir alla pappíra.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar á miðnætti svo Fjölnismenn þurfa að hafa hraðar hendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.