Enski boltinn

Campbell og Hermann hættir hjá Southend

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og Sol Campbell í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 2008 þar sem Portsmouth vann 1-0 sigur á Cardiff City.
Hermann Hreiðarsson og Sol Campbell í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 2008 þar sem Portsmouth vann 1-0 sigur á Cardiff City. getty/Tony Marshall

Sol Campbell er hættur sem knattspyrnustjóri Southend United. Sömu sögu er að segja af aðstoðarmanni hans, Hermanni Hreiðarssyni.

Campbell tók við Southend í október í fyrra. Liðið var í 22. og næstneðsta sæti ensku C-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Tímabilið var svo formlega blásið af í byrjun júní. Ákveðið var að stig að meðaltali myndu ráða lokastöðu tímabilsins. Southend féll því og leikur í D-deildinni á næsta tímabili.

Campbell stýrði Southend í 23 leikjum. Liðið vann fjóra leiki, gerði fimm jafntefli og tapaði átján leikjum.

Campbell og Hermann léku saman í vörn Portsmouth á árunum 2007-09. Þeir urðu bikarmeistarar með liðinu 2008.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.