Íslenski boltinn

Segir fyrsta alvöru próf Blika bíða fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna marki fyrr á leiktíðinni.
Blikarnir fagna marki fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Breiðablik hafi fengið þægilega byrjun í upphafi Pepsi Max-deildarinnar og að fyrsta prófið bíði um næstu helgi gegn KA á útivelli.

Breiðablik hefur byrjað mótið vel og er með níu stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Liðið er búið að vinna báða nýliðana; Gróttu og Fjölni á heimavelli auk sigurs á útivelli gegn Fjölni.

„Breiðablik er bara með miklu betri lið en þeir,“ sagði Hjörvar um leikinn í gær. „Þetta er búið að vera svo þægileg byrjun fyrir Blikana. Blikarnir verða mögulega testaðir eitthvað í næsta leik.“

„Þeir eiga þá KA á útivelli. Þeir voru ljónheppnir að vinna KA á útivelli í fyrra. Þeir hafa fengið nýliðana báða á heimavelli og svo Fylki úti. Það eru fyrstu þrír leikirnir en þeir hafa verið ákaflega sannfærandi í þessum fyrstu þremur leikjum.“

„Þetta er búið að vera þægilegt á margan hátt,“ en umræðuna um byrjun Blika sem og byrjunarliðið má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Hjörvar um byrjun Breiðabliks


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.