Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 19:13 Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku er sá mannskæðasti í mörg ár. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala. Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. Umræða um slæman aðbúnað verkafólks, brunavarnir og um hvort eftirliti hins opinbera sé ábótavant hefur verið hávær í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn þar sem þrír létu lífið og fleiri slösuðust. „Við stefnum á fund á morgun, ég vona að þingfundahald leyfi það, þar sem við höfum boðað á fund okkar ráðherra og borgarstjóra, bæjarstjóra í Hafnarfirði sem að fer fyrir ákveðnum hópi og fleiri og fleiri. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúa verkalýðshreyfinga,“segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður velferðarnefndar Alþingis.Vísir Hugsanlega sé tilefni til að gera lagabreytingar. „Það er eitt sem að maður sér glögglega og það er þessi heimild til eftirlitsaðila til að fara inn í húsnæði sem ekki er atvinnuhúsnæði, það er að segja sem ekki er gistiheimili eða þess háttar. Þá heimild vantar. Það vantar heimild fyrir slökkviliðið til þess að fara inn og skoða brunavarnir ef um er að ræða bara hefðbundið leiguhúsnæði, við þurfum einhvern veginn að finna út hvort við getum lagað það,“segir Helga Vala. Slíkar lagabreytingar þyrftu þó góðan tíma í undirbúningi og ætti ekki að afgreiða með hraði. „Ég held að það sé mjög óráðlegt að fara í víðtækar lagabreytingar á nokkrum klukkutímum,“segir Helga Vala, spurð hvort komi til greina að reyna að keyra einhverjar breytingar í gegn áður en þing fer í sumarfrí. Allir séu þó sammála um að velta þurfi við hverjum steini og skoða hvað betur megi fara. „Það var algjör samhljómur í morgun á fundi nefndarinnar þegar við tókum ákvörðun um að halda þennan fund á morgun, allir flokkar sammála um að við ættum að byrja strax og skoða málið,“ segir Helga Vala.
Bruni á Bræðraborgarstíg Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira