Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Liver­pool skýtur á Man. United: „Við höfum farið á­fram en þið aftur á bak“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.
Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð. VÍSIR/GETTY

Jermaine Pennant, fyrrum leikmaður Liverpol og Arsenal meðal annars, segir að á meðan Liverpool hafi orðið betra og betra síðustu árin hafi erkifjendur þeirra í Manchester United farið aftur á bak.

Pennant var á mála hjá Liverpool á árunum 2006 til 2009 en lék þó einungis 55 leiki á þeim tíma hjá félaginu. Hann ber þó enn taugar til félagsins og fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær eftir Englandsmeistaratitil Liverpool.

„Af hverju eru allir þessir stuðningsmenn Man. United svo bitrir? Sjáiði bara síðan Fergie fór þá hafi þið verið mílum á eftir,“ skrifaði Pennant í tístinu í gær.

„Við höfum bætt við Meistaradeildinni, heimsmeistarakeppni félagsliða, Ofurbikarnum og nú ensku úrvalsdeildinni. Við höfum farið áfram á meðan þið hafið farið aftur á bak.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×