Víðir telur líklegt að fleiri leikjum Íslandsmótsins verði frestað Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júní 2020 12:38 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira