Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júní 2020 08:47 Bandarískur hermaður á flugi yfir Kabúl, höfuðborg Afganistan. Getty/Jonathan Ernst Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa. Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Leyniþjónustur Bandaríkjanna komust á snoðir um verðlaunin fyrir nokkrum mánuðum síðan og mun mikil umræða um möguleg viðbrögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Nokkrar tillögur hafa verið lagðar fram, eins og að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að senda erindreka til landsins sem eiga að krefjast þess að Rússar hætti þessum verðlaunaveitingum. Ríkisstjórnin hefur þó ekki tekið ákvörðun enn. Vendingarnar voru þó kynntar Trump og þjóðaröryggisráðinu í mars. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Samkvæmt frétt New York Times, sem sagði fyrst frá verðlaununum, er þetta í mögulega í fyrsta sinn sem vitað er að rússneskir njósnarar hafi skipulagt eða ýtt undir árásir á hermenn vestrænna ríkja. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði NYT að ríkisstjórn Pútín hefði ekki borist þessar ásakanir. Brugðist yrði við þeim ef og þegar þær berast. Zabihullah Mujahid, einn talsmanna Talibana, sagði ekkert til í þessum ásökunum og sagði frétt NYT tilraun til að varpa rýrð á Talibana. „Það er ekkert til í að við eigum í slíku sambandi við rússneska leyniþjónustu. Launmorð okkar hafa staðið yfir um árabil og við höfum framið þau af eigin burðum. Það breyttist eftir samkomulag okkar við Bandaríkin og líf þeirra eru örugg. Við ráðumst ekki á þá,“ sagði Mujahid. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Blaðamenn Washington Post hafa einnig staðfest frétt NYT um þessa niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna. Í frétt miðilsins segir að fregnirnar muni án efa valda usla í þinghúsi Bandaríkjanna og þingmenn muni krefjast upplýsinga um af hverju ekkert hafi verið aðhafst vegna þessa.
Bandaríkin Rússland Afganistan Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira