Íslenski boltinn

Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður

Ísak Hallmundarson skrifar

Leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna greindist með Kórónuveiruna í gær. Það gæti sett mótahald í uppnám.

,,Við vissum að það væri möguleiki að þetta kæmi upp. Við erum með margskonar plön í gangi og tilbúin fyrir ýmsar aðstæður. Við höfum kappkostað í allri þessari uppákomu með Covid að bíða eftir því þangað til við fáum staðfestar upplýsingar,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í kvöld. 

Fréttir hafa borist af mögulegu smiti innan leikmannahóps Selfyssinga. 

,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“ sagði Klara að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.