Enski boltinn

Maguire skaut Man. United í undan­úr­slit í sögu­legum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire fagnar sigurmarkinu ásamt einum af sex varamönnum United, Mason Greenwood, í dag.
Maguire fagnar sigurmarkinu ásamt einum af sex varamönnum United, Mason Greenwood, í dag. vísir/getty

Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Norwich en United þurfti framlengingu til.

Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á 51. mínútu var það Odion Ighalo sem skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna.

Þeir jöfnuðu þó metin stundarfjórðungi fyrir leikslok er Todd Cantwell skoraði með góðu skoti. Allt var jafnt að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

United skráði sig í sögubækurnar í framlengingunni því þeir urðu fyrsta liðið til þess að gera sex breytingar en það varð fyrst leyfilegt nú í haust; fimm breytingar í venjulegum leiktíma og ein í framlengingu.

Leikmenn United voru einum manni fleiri frá 88. mínútu eftir að Timm Klose var sendur í sturtu fyrir að brjóta á Ighalo á 88. mínútu sem var að sleppa einn í gegn.

Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en á 118. mínútu er Harry Maguire, fyrirliði United, nánast tæklaði boltann í netið eftir darraðadans.

United því fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þrír leikir eru á morgun. Sheffield United spilar við Arsenal, Chelsea sækir Leicester heim og Manchester City mætir Newcastle á útivelli.

Allir leikirnir verða í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×