Lék í 3. flokki frekar en í Pepsi Max-deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2020 10:30 Bára Kristbjörg skildi ekkert í því af hverju Jakobína Hjörvarsdóttir var ekki í byrjunarliði Þór/KA í gær. vísir/s2s Hlín Eiríksdóttir átti afbragðsleik gegn Þór/KA í Pepsi Max-deildinni á miðvikudagskvöldið en Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, skildi ekki af hverju Jakobína Hjörvarsdóttir var ekki í byrjunarliðinu hjá Þór/KA. Hlín hefur byrjað Pepsi Max-deildina af miklu krafti og segja spekingarnir að hún sé í ansi góðu standi. „Hún er eins og jarðýta. Það virðist enginn geta ýtt henni eða stigið hana út,“ sagði Bára Kristbjörg og sagði bakvörð Þór/KA, Huldu Hannesdóttur, vera í miklum vandræðum með landsliðskonuna. „Hún var í miklum vandræðum með hana. Ég er búinn að sjá hana í hinum tveimur leikjunum með Þór/KA og ég tók eftir því að sú er búin að starta hina tvo leikina var ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Bára og átti þá við Jakobínu. „Hún var ekki á skýrslunni svo ég fór að grennslast fyrir um þetta. Hún var búin að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og hún var að spila með 3. flokki daginn áður. Ég var búin að gefa mér það að hún væri meidd en þá fór ég að grennslast nánar.“ Þór/KA hefur sett markmiðið hátt í 3. flokki kvenna og ætla þær sér að verða Íslandsmeistarar en Bára setur spurningarmerki við forgangsröðina. „Það er víst útgefið markmið hjá Þór/KA að þær ætla að verða Íslandsmeistarar svo þjálfarinn lætur hana spila með 3. flokki í stað þess að byrja inn á í Pepsi Max-deildinni. Fyrir mitt leyti sem þjálfara og áhugamanneskju þá skil ég ekki pælinguna að þetta trompi leik á móti Val.“ „Ég velti fyrir mér hvort að þjálfarinn hafi verið búinn að henda inn handklæðinu fyrst hann gerir þetta og fer fljótlega að taka lykilmenn út af. Af hverju fær þessi stelpa ekki bara starta þennan leik á þessum velli á móti þessu liði og sjá hvort að hún geti stígið upp í það. Ef hún er nógu góð til þess að vera í byrjunarliðinu í hinum leikjunum, af hverju er hún þá í 3. flokki í næsta leik?“ spurði Bára. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um byrjunarlið Þór/KA Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þór Akureyri KA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Hlín Eiríksdóttir átti afbragðsleik gegn Þór/KA í Pepsi Max-deildinni á miðvikudagskvöldið en Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, skildi ekki af hverju Jakobína Hjörvarsdóttir var ekki í byrjunarliðinu hjá Þór/KA. Hlín hefur byrjað Pepsi Max-deildina af miklu krafti og segja spekingarnir að hún sé í ansi góðu standi. „Hún er eins og jarðýta. Það virðist enginn geta ýtt henni eða stigið hana út,“ sagði Bára Kristbjörg og sagði bakvörð Þór/KA, Huldu Hannesdóttur, vera í miklum vandræðum með landsliðskonuna. „Hún var í miklum vandræðum með hana. Ég er búinn að sjá hana í hinum tveimur leikjunum með Þór/KA og ég tók eftir því að sú er búin að starta hina tvo leikina var ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Bára og átti þá við Jakobínu. „Hún var ekki á skýrslunni svo ég fór að grennslast fyrir um þetta. Hún var búin að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og hún var að spila með 3. flokki daginn áður. Ég var búin að gefa mér það að hún væri meidd en þá fór ég að grennslast nánar.“ Þór/KA hefur sett markmiðið hátt í 3. flokki kvenna og ætla þær sér að verða Íslandsmeistarar en Bára setur spurningarmerki við forgangsröðina. „Það er víst útgefið markmið hjá Þór/KA að þær ætla að verða Íslandsmeistarar svo þjálfarinn lætur hana spila með 3. flokki í stað þess að byrja inn á í Pepsi Max-deildinni. Fyrir mitt leyti sem þjálfara og áhugamanneskju þá skil ég ekki pælinguna að þetta trompi leik á móti Val.“ „Ég velti fyrir mér hvort að þjálfarinn hafi verið búinn að henda inn handklæðinu fyrst hann gerir þetta og fer fljótlega að taka lykilmenn út af. Af hverju fær þessi stelpa ekki bara starta þennan leik á þessum velli á móti þessu liði og sjá hvort að hún geti stígið upp í það. Ef hún er nógu góð til þess að vera í byrjunarliðinu í hinum leikjunum, af hverju er hún þá í 3. flokki í næsta leik?“ spurði Bára. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um byrjunarlið Þór/KA
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Þór Akureyri KA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira