Innlent

Húsið rifið að stórum hluta

Telma Tómasson skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum á brunavettvangi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu um klukkan hálffjögur í nótt og hefur lögreglan tekið við húsinu.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum á brunavettvangi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu um klukkan hálffjögur í nótt og hefur lögreglan tekið við húsinu. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum á brunavettvangi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu um klukkan hálf fjögur í nótt og hefur lögreglan tekið við húsinu. Lögregluvakt er nú á vettvangi brunans. Um 50 til 60 manns frá slökkviliðinu tóku þátt í aðgerðum í gær. Húsið hefur verið rifið að stórum hluta.

Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. Sex manns eru skráðir sem íbúar í húsinu sem varð alelda á fjórða tímanum í gær.

Ekki hafa enn fengist upplýsingar frá lögreglu hvort tekist hefur að staðsetja hina tvo. Þá voru þrír handteknir á vettvangi, en ekki er vitað hvernig það fólk tengist húsinu eða íbúum þess. Auk þess var einn handtekinn í annarlegu ástandi við rússneska sendiráðið í Garðastræti, en óljóst er hvort hann tengist málinu með einhverjum hætti.

Mildi þykir að rólegt veður var í Reykjavík í gær og því voru nærliggjandi hús aldrei í hættu. Ekki fást þó upplýsingar um hvort reykskemmdir hafi orðið í húsum sem liggja nærri því sem brann.


Tengdar fréttir

Búið að slökkva eldinn að mestu

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Slökkvilið vinnur þó enn á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×