Innlent

Búið að slökkva eldinn að mestu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkviliðið á vettvangi fyrr í dag.
Slökkviliðið á vettvangi fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Slökkvilið vinnur þó enn á vettvangi.

Þetta kom fram í samtali fréttastofu við slökkviliðið. Enn er talið að hætta stafi af húsinu, þá einna helst hrunhætta, og vinnur slökkvilið því að niðurrifi til að draga úr henni. Eins er ekki talið ómögulegt að einhver glóðahreiður sé að finna í veggjum þess.

Allur megineldur hefur þannig verið slökktur, en nú er svokölluð eftirvinna í gangi á vettvangi, sem ætlað er að koma í veg fyrir að eldur komi upp að nýju og tryggja vettvang að öðru leiti.

Fjögur voru flutt á slysadeild vegna eldsvoðans fyrr í dag, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×