Húsið sem brann hefur ítrekað ratað í fjölmiðla Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 17:40 Frá vettvangi brunans í dag. Vísir/vilhelm Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur. Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Húsið að Bræðraborgarstíg 1 sem brann síðdegis í dag hefur ítrekað ratað í fjölmiðla í gegnum tíðina. Árið 2015 lýsti fyrrverandi leigjandi því sem „óhæfum mannabústað“ í viðtali við Stundina og þá var ungbarnaleikskóli þar til húsa fyrir nokkrum árum, sem lokað var eftir ásakanir um ofbeldi á hendur stjórnendum. Eldurinn kviknaði í húsinu á fjórða tímanum og allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Húsið er gjörónýtt og voru fjórir fluttir á slysadeild. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru jafnframt nokkrir handteknir á vettvangi. „Með öllu óhæfur mannabústaður“ Stundin ræddi við Jóhannes Ingibjartsson, þá fyrrverandi leigjanda í húsinu, árið 2015. Hann lýsti því að í húsinu byggi fjöldi manns, aðallega útlendingar í stökum herbergjum. Þá væri þar allt morandi í myglusvepp. Jóhannes sagði í samtali við Stundina á sínum tíma að húsið væri með „öllu óhæfur mannabústaðir“. Hann hafi verið eini Íslendingurinn sem bjó í húsinu á sínum tíma og leigt þar lítið herbergi á 90 þúsund krónur á mánuði. Þá lýsti hann gjörónýtum gluggum og engum brunaútgönguleiðum. „Ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur,“ skrifaði Jóhannes í skeyti til Stundarinnar árið 2015. Leikskólinn 101 og ruslahaugur Þá var ungbarnaleikskólinn Leikskólinn 101 til húsa á neðstu hæð hússins um árabil en honum var lokað árið 2013 eftir að ásakanir voru bornar á hendur starfsmönnum um harðræði gegn börnum sem þar voru í vistun. Málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn leikskólans sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndskeið af meintu harðræði í ágúst 2013 og tilkynntu málið þá til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað ári síðar að fella málið niður. Leikskólinn var svo tekinn til gjaldþrotaskipta árið 2015. Þá hefur líka verið fjallað um málefni hússins allra síðustu ár. Sumarið 2018 fjallaði Eiríkur Jónsson um slæma umgengni við húsið að Bræðraborgarstíg 1, sem í umfjöllun hans er sagt hýsa starfsmenn starfsmannaleigu. Íbúi í nágrenninu hafði þá nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni við húsið, þar sem myndast hafði stór ruslahaugur.
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir „Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21 Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42 Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Húsið eiginlega farið“ „Eins og þið sjáið bak við mig þá er húsið eiginlega farið, þetta háreista hús en viðbyggingin virðist hafa sloppið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans á Vesturgötu. 25. júní 2020 17:21
Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. 25. júní 2020 16:42
Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Eldur logar nú í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs. 25. júní 2020 15:28
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?