Fullyrðir að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungs hafi ekki kunnað reglurnar: „Fyrir mér er þetta lágpunktur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 09:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira