Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 19:00 Gunnar Þór í leik með KR. Vísir/Bára Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll þó bæði lið hafi óskað þess að hann yrði leikinn í Frostaskjóli. Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vandaði gömlu og illa förnu gervigrasi Egilshallar ekki kveðjurnar að leik loknum. Gunnar Þór ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Einnig er þar bútur úr viðtali Rúnars eftir leik í gær. „Það komu smellir – sem ég hef heyrt áður – en ég hef slitið krossband einu sinni. Svo það var strax það sem ég óttaðist. Og mikill sársauki, ég finn strax hvernig hnéð hreyfist á hátt sem það á ekki að hreyfast. Ég gerði mér því strax grein fyrir að þetta væri alvarlegt,“ sagði Gunnar Þór við Svövu í dag. „Það hefur eitthvað farið, hvort það sé um krossband að ræða er ekki alveg víst. Það eru aðrir hlutir þarna, liðband en flest bendir til þess að það sé krossband líka,“ sagði Gunnar jafnframt. „Ég er betri í dag en í gær. Það er samt mikil bólga í þessu og leiðinlegt að vera hreyfiheftur og hreyfiskertur en það fer skánandi ef þetta er eitthvað eins og síðast,“ sagði varnarmaðurinn um líðan sína í dag. „Grasið í Egilshöll er ekki gott. Við erum ekki með beinan samanburð hvernig þetta hefði farið á náttúrulegu grasi eða blautu gervigrasi en mín persónulega tilfinning er að það hafi haft eitthvað með þetta að gera. Samkvæmt þeim sem ég hef talað við er auðveldara að festast á svona þurru gervigrasi þar sem er ekki viðhald til staðar – eftir því sem ég best veit,“ sagði Gunnar um ástand vallarins í gær. „Þetta rosalega svekkjandi og leiðinlegt ef þetta endar svona. Að sama skapi er – ef þetta átti að gerast aftur - fínt að ég fékk nokkur ár á milli. Verandi orðinn þetta gamall og geta litið til baka og séð að maður hefur gert eitthvað á ferlinum. Ef það var einhver sem átti að lenda í þessu er fínt að það var einhver af gömlu jálkunum svo það sé ekki að skemma einhverja fótbolta framtíð,“ sagði auðmjúkur Gunnar um það sem var líklega síðasti leikur hans á ferlinum. „Hvað verður þá verð ég eiginlega að sjá hvað kemur úr myndatökunni,“ sagði Gunnar að lokum varðandi hvað framtíðin bæri í skauti sér. Klippa: Gunnar Þór ræðir meiðslin Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll þó bæði lið hafi óskað þess að hann yrði leikinn í Frostaskjóli. Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vandaði gömlu og illa förnu gervigrasi Egilshallar ekki kveðjurnar að leik loknum. Gunnar Þór ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Einnig er þar bútur úr viðtali Rúnars eftir leik í gær. „Það komu smellir – sem ég hef heyrt áður – en ég hef slitið krossband einu sinni. Svo það var strax það sem ég óttaðist. Og mikill sársauki, ég finn strax hvernig hnéð hreyfist á hátt sem það á ekki að hreyfast. Ég gerði mér því strax grein fyrir að þetta væri alvarlegt,“ sagði Gunnar Þór við Svövu í dag. „Það hefur eitthvað farið, hvort það sé um krossband að ræða er ekki alveg víst. Það eru aðrir hlutir þarna, liðband en flest bendir til þess að það sé krossband líka,“ sagði Gunnar jafnframt. „Ég er betri í dag en í gær. Það er samt mikil bólga í þessu og leiðinlegt að vera hreyfiheftur og hreyfiskertur en það fer skánandi ef þetta er eitthvað eins og síðast,“ sagði varnarmaðurinn um líðan sína í dag. „Grasið í Egilshöll er ekki gott. Við erum ekki með beinan samanburð hvernig þetta hefði farið á náttúrulegu grasi eða blautu gervigrasi en mín persónulega tilfinning er að það hafi haft eitthvað með þetta að gera. Samkvæmt þeim sem ég hef talað við er auðveldara að festast á svona þurru gervigrasi þar sem er ekki viðhald til staðar – eftir því sem ég best veit,“ sagði Gunnar um ástand vallarins í gær. „Þetta rosalega svekkjandi og leiðinlegt ef þetta endar svona. Að sama skapi er – ef þetta átti að gerast aftur - fínt að ég fékk nokkur ár á milli. Verandi orðinn þetta gamall og geta litið til baka og séð að maður hefur gert eitthvað á ferlinum. Ef það var einhver sem átti að lenda í þessu er fínt að það var einhver af gömlu jálkunum svo það sé ekki að skemma einhverja fótbolta framtíð,“ sagði auðmjúkur Gunnar um það sem var líklega síðasti leikur hans á ferlinum. „Hvað verður þá verð ég eiginlega að sjá hvað kemur úr myndatökunni,“ sagði Gunnar að lokum varðandi hvað framtíðin bæri í skauti sér. Klippa: Gunnar Þór ræðir meiðslin
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18