Íslenski boltinn

Dramatískur upp­­bótatími í Árbænum, Sel­foss komið á blað og Breiða­blik skoraði sex | Sjáðu öll mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind Björg heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Blika en hún skoraði þrjú mörk í gær.
Berglind Björg heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Blika en hún skoraði þrjú mörk í gær. vísir/bára

Þrír leikir voru á dagskrá Pepsi Max-deildar kvenna í gærkvöldi. Selfoss náði í sín fyrstu stig í sumar er þær unnu 2-0 sigur á FH, Breiðablik rúllaði yfir KR 6-0 og Fylkir og Þróttur gerði dramatískt 2-2 jafntefli.

Það var við miklu búist við af Selfyssingum í sumar en bæði leikmenn og þjálfarar töluðu um að liðið ætlaði sér að berjast um titlana tvo sem í boði voru. Þær höfðu tapað gegn Fylki og Breiðabliki áður en þær mættu í Krikann í gær.

Þær komust yfir með sjálfsmarki á 10. mínútu leiksins og í síðari hálfleik tvöfaldaði Tiffany Janea MC Carty forystuna. Lokatölur 2-0 sigur Selfyssinga en FH er enn án stiga á botni deildarinnar.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir 6-0 sigur á KR í gærkvöldi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var búin að gera þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og Sveindís Jane Jónsdóttir gerði tvö mörk í síðari hálfleik. Agla María Albertsdóttir skoraði svo úr vítaspyrnu.

Það var mikil dramatík í Árbænum er Fylkir og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir kom Fylki yfir á 8. mínútu en Stephanie Mariane Ribeiro jafnaði metin á 48. mínútu fyrir Þrótt.

Í uppbótatíma virtist Bryndís Arna vera að tryggja Fylki sigurinn en stuttu síðar tryggðu Þróttarar sér stig er Mary Alice Vignola jafnaði metin og skemmdi því fullkomna byrjun Fylkiskvenna.

Yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttir um leikina þrjá má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn á Vísi - Mörkin úr Pepsi Max deild kvenna í gær



Fleiri fréttir

Sjá meira


×