„Eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 11:30 Patrick leikur sér að varnarmönnum Vals um helgina. vísir/s2s Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira