„Eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 11:30 Patrick leikur sér að varnarmönnum Vals um helgina. vísir/s2s Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira