Íslenski boltinn

Tók fjór­tán sekúndur að dæma markið af: „Mér fannst þetta vera mínúta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markið sem var dæmt af.
Markið sem var dæmt af. vísir/s2s

Það tók allt í allt fjórtán sekúndur að dæma mark Höskuldar Gunnlaugssonar af í leiknum gegn Fylki á sunnudaginn en þessu greindi Guðmundur Benediktsson frá í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið.

Breiðablik virtist vera komast yfir með marki Höskuldar í síðari hálfleik og leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn fögnuðu. Eftir japl, jaml og fuður dæmdi Einar Ingi Jóhannsson markið af.

„Þetta var rétt ákvörðun og ég trúi því og vona að þetta hafi verið þannig að menn hafi rætt í kerfinu sín á milli. Þó að það sé algerlega óvart að hann fari í höndina þá telst það ekki mark,“ sagði Tómas Ingi.

„Við sáum þetta í síðustu umferð með rauða spjaldið á Ólaf Inga og ég hef séð þetta í nokkrum tilvikum í viðbót. Hrós á dómarana að taka sér stundum tvær til fjórar sekúndur til að vera alveg vissir í stað þess að rjúka af stað.“

Tómas Ingi hrósaði dómara kvartettinum en sagði að þetta hafi liðið eins og heil eilífð.

„Þetta leið á vellinum eins og mínúta. Er sagan jafn skemmtileg með fjórtán sekúndur? Þið sjáið líka viðbrögðin hjá Fylkismönnum. Það eru fjórir til fimm inn í teignum sem lyfta strax upp höndinni og láta vita af þessu. Það hjálpar stundum. Þetta var rétt dæmt og vel dæmt. Við hrósum dómarakvartettnum fyrir þetta,“ sagði Tómas Ingi.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Mark dæmt af Breiðabliki



Fleiri fréttir

Sjá meira


×