Íslenski boltinn

Þjálfari Þróttar sáttur með ótrúlegt jöfnunarmark í Lautinni

Gabríel Sighvatsson skrifar
Þjálfari Þróttar var sáttur í leikslok.
Þjálfari Þróttar var sáttur í leikslok. Vísir/Þróttur

Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var mjög ánægður með stigið eftir 2-2 jafntefli Þróttar gegn Fylki í Lautinni.

Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var mjög ánægður með stigið eftir leikinn. Lokamínútur leiksins voru stórskemmtilegar og skoraði Mary Alice Vignola stórfenglegt mark til að jafna metin í uppbótartíma.

„Þetta var ótrúlegt, það er ekki hægt að skrifa þetta. Við áttum stigið skilið, það var smá óreiða hjá okkur í lokin en við áttum stigið klárlega skilið og þvílíkt mark til að ná því.“

„Ég stóð beint fyrir aftan þetta og hálfa leið inni á vellinum. Ég vissi að hún gæti þetta og þetta var stórkostlegt.“

Þróttur átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og ógnaði ekki mikið en í seinni hálfleik var annar bragur á liðinu og voru þær fljótlega búnar að jafna metin.

„Við höfðum trú á okkur. Í fyrri hálfleik vorum við of íhaldssöm, það var ekki mikil hreyfing án bolta. Það sást í fyrra marki okkar það sem við gerum best sem er að hreyfa okkur án bolta og spila hraðan bolta. Þetta þurfum við að halda áfram að gera.“

Þrátt fyrir góðar frammistöður í leikjunum þremur sem liðið hefur spilað er þetta fyrsta stig liðsins í sumar og segir Nik það algjörlega verðskuldað.

„Stelpurnar hafa lagt sig allar fram í síðustu þremur leikjum, þetta er búin að vera mjög erfið byrjun á tímabilinu en þær eiga þetta skilið. Að koma til baka úr 1-0 og 2-1 í 2-2, þetta sýnir kraftinn og andann í liðinu en það væri ágætt að vera yfir á einhverjum tímapunkti í leikjum. En ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×