Íslenski boltinn

Segja að Daníel hafi virkað þungur: „Fyrstu mínúturnar leist mér ekkert á þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel, lengst til hægri, fagnar fyrsta marki FH í 2-1 sigrinum á ÍA.
Daníel, lengst til hægri, fagnar fyrsta marki FH í 2-1 sigrinum á ÍA. vísir/getty

Daníel Hafsteinsson, miðjumaður FH, spilaði vel í 2-1 sigrinum á ÍA um helgina en FH er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni segja þó að Daníel geti komist í betra form.

Daníel er á láni hjá Fimleikafélaginu frá Helsingborg í Svíþjóð en hann gekk í raðir sænska liðsins um mitt síðasta tímabil frá uppeldisfélaginu, KA.

Hann lék ansi mikið lausum hala í leiknum gegn ÍA og fann sér mikið af plássi.

„Ég ætla ekki að taka það af Daníel en það var ekkert endilega af því hann var svo fljótur að hrista hann af sér heldur fannst mér Brynjar vera á vitlausum stað. Hann var ekki á réttum stað í hjarta miðjunnar og Daníel var oft laus,“ sagði Sigurvin Ólafsson.

Næst barst talið að forminu hjá miðjumanninum knáa en hann spilaði örfáa leiki á tíma sínum í Svíþjóð.

„Úr fjarska þá virkaði hann mjög þungur og fyrstu mínúturnar leist mér ekkert á þetta. Það hafði enginn áhrif því hann var einn besti maðurinn þarna en mér fannst utan frá séð að það væri smá barnaspik að trufla hann,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi segir að plássið sem hann hafi fengið hafi verið ótrúlegt.

„Það er eins og það hafi ekki verið þveginn búningurinn í tólf ár. Það var enginn nálægt honum. Hann var alltaf einn og ótrúlegt pláss sem hann fær í leiknum. Hann er klókur en sá sem spilaði á móti honum var það þá ekki eða hvað?“

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Daníel Hafsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×