Erlent

Steve Bing fannst látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Elizabeth Hurley og Steve Bing áttu í ástarsambandi upp úr aldamótum.
Elizabeth Hurley og Steve Bing áttu í ástarsambandi upp úr aldamótum. Getty

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing er látinn, 55 ára að aldri. Bing var einnig þekktur fyrir að vera fyrrverandi kærasti og barnsfaðir bresku fyrirsætunnar og leikkonunnar Elizabeth Hurley.

Sky News greinir frá því að milljarðamæringurinn Bing hafi fundist látinn fyrir utan háhýsi í Los Angeles í gær. Enn sé ýmislegt á huldu um hvernig andlátið bar að og hefur lögregla málið til rannsóknar.

Bill Clinton og Steve Bing. Bing lagði jafnan mikið fé í kosningabaráttu Demókrata í Bandaríkjunum.Getty

Bing var einnig handritshöfundur og þekktur fyrir aðkomu sína að myndunum Get Carter, Kangaroo Jack, Hotel Noir, Rules Don‘t Apply og Every Breath. Þá fjármagnaði hann gerð mynda á borð við Polar Express og Rolling Stones tónleikamyndina Shine a Light.

Bing var náinn vinur Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem minnist hans á Twitter.

Bing lætur eftir sig tvö börn, sautján ára son sem hann átti með Liz Hurley og tvítuga dóttur sem hann eignaðist með tennisspilaranum Lisa Bonder.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×