Erlent

Tólf urðu fyrir skoti í Minneapolis

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í Minneapolis.
Frá vettvangi árásarinnar í Minneapolis. AP/Doug Glass

Ellefu eru særðir og einn lést eftir skotárás sem var framin í bandarísku borginni Minneapolis skömmu eftir miðnætti að staðartíma.

Skothríðin hófst í Uptown-hverfinu þar sem mikið er um næturlíf, bari, veitingastaði og verslanir.

Lögreglan í Minneapolis greindi frá því í nótt að tólf hefðu orðið fyrir skoti. Einn maður hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi en meiðsli hinna ellefu teljast ekki lífshættuleg.

Lögreglan sagðist telja að einungis væri um einn árásarmann að ræða og var honum eingöngu lýst sem fótgangandi manni. Engar handtökur hafa verið framdar og ekki er vitað hvað varð til þess að árásin var framin.

Í viðtali við AP segir Fred Hwang, veitingamaður á svæðinu að lögreglan hafi verið mjög lengi á vettvang. Hwang sagði lögregluna hafa mætt á svæðið hálftíma eftir árásina en lögregla segir fyrstu bíla hafa verið mætta þremur mínútum eftir að tilkynning barst.

Greint er frá því í umfjöllum AP um málið að fleiri tilkynningar um skot hefðu borist lögreglu í Minneapolis í gær. Erfiðlega hafi gengið að sinna þeim þar sem að lögreglu var mætt með óvild vegfarenda en lögreglan í Minneapolis hefur verið harðlega gagnrýnd undanfarnar vikur vegna dauða George Floyd sem myrtur var að lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis í maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×