TikTok notendur og K-pop aðdáendur tryggðu fámenni á umdeildum fundi Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 17:00 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa. AP Photo/Patrick Semansky) Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira