Erlent

Malala Yousafzai lýkur námi við Ox­ford há­skóla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Malala situr með fjölskyldu sinni fyrir framan köku sem fagnar útskrift hennar.
Malala situr með fjölskyldu sinni fyrir framan köku sem fagnar útskrift hennar. Twitter

Baráttukonan og Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai lauk í dag síðustu lokaprófunum við Oxford háskóla í Bretlandi þar sem hún hefur stundað nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún lýsti yfir ánægju sinni á Twitter í dag.

Hin 22 ára gamla baráttukona, sem lifði það af að hafa verið skotin í höfuðið af vígamönnum Talíbana, skrifaði á Twitter: „Ég veit ekki hvað tekur við. Núna verður það Netflix, lestur og svefn.“

Talíbanar beindu spjótum sínum að Malölu vegna þess að hún hafði talað opinberlega um það að stúlkur ættu rétt á því að hljóta menntun. Hún var skotin í höfuðið, hálsinn og öxlina þegar Talíbanar stöðvuðu skólarútu hennar þegar hún var á leiðinni heim.

Eftir að hún hafði náð sér flutti hún og fjölskylda hennar til Birmingham á Bretlandi og árið 2014 varð hún yngsti verðlaunahafi friðarverðlauna Nóbels en hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún hlaut þann heiður. Þremur árum síðar var henni boðið pláss í Oxford háskóla.


Tengdar fréttir

Malala snéri heim

Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai heimsótti heimabæ sinn í Pakistan í fyrsta sinn síðan hún varð fyrir árás talíbana árið 2012.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×