Íslenski boltinn

Eyjamönnum og Keflavíkurkonum spáð sigri í Lengjudeildunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víðir Þorvarðarson eru á leiðinni aftur upp í Pepsi Max deildina samkvæmt spánni.
Víðir Þorvarðarson eru á leiðinni aftur upp í Pepsi Max deildina samkvæmt spánni. Vísir/Daníel Þór

ÍBV er spáð sigri í Lengjudeild karla í knattspyrnu og Keflavík er spáð sigri í Lengjudeild kvenna en kynningarfundur Lengjudeildanna tveggja fór fram í dag.

Á kynningarfundinum var meðal efnis var hin árlega spá formanna, þjálfara og fyrirliða um lokastöðu liðanna í deildinni.

ÍBV og Keflavík er spáð sæti í Pepsi Max deild karla að ári á meðan Leikni F. og Magna er spáð falli. Eyjamenn fengu yfirburðarkosningu og alls 50 stigum meira en næsta lið.

ÍBV og Grindavík féllu úr Pepsi Max deildinni síðasta haust en Grindvíkingar lentu í þriðja sæti í spánni.

Nýliðum Vestra er spáð 8. sæti og að þeir munu halda sér í deildinni en hinum nýliðunum í Leikni F. er spáð falli. Það munaði hins vegar ekki miklu á Leikni og Þrótturum sem gætu verið í vandræðum í sumar.

Keflavík og Haukum er spáð góðu gengi í Lengjudeild kvenna í sumar, á meðan Fjölni og Völsung er spáð falli í 2. deild.

Spáin um lokastöðuna í Lengjudeild karla:

  • 1. ÍBV - 410 stig
  • 2. Keflavík - 360 stig
  • 3. Grindavík - 329 stig
  • 4. Leiknir R. - 304 stig
  • 5. Fram - 272 stig
  • 6. Þór - 247 stig
  • 7. Víkingur Ó. - 201 stig
  • 8. Vestri - 137 stig
  • 9. Afturelding - 134 stig
  • 10. Þróttur R. - 109 stig
  • 11. Leiknir F. - 105 stig
  • 12. Magni - 72 stig

Spáin um lokastöðuna í Lengjudeild kvenna:

  • 1. Keflavík - 253 stig
  • 2. Haukar - 220 stig
  • 3. ÍA - 196 stig
  • 4. Tindastóll - 189 stig
  • 5. Augnablik - 144 stig
  • 6. Víkingur R. - 131 stig
  • 7. Afturelding - 105 stig
  • 8. Grótta - 101 stig
  • 9. Fjölnir - 58 stig
  • 10. Völsungur - 35 stig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×