Veður

Gott veður og hiti allt að 19 stig á þjóð­há­tíðar­daginn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Svona eru verðuhorfur á landinu á hádegi í dag.
Svona eru verðuhorfur á landinu á hádegi í dag. vedur.is

Í dag verður suðlæg eða breytileg átt á bilinu þremur til tíu metrum á sekúndu ef spár ganga eftir. Víða bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestantil á landinu. Líkur eru á þokulofti við norður- og austurströndina.

Hitinn verður á bilinu 8-19 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu erður að mestu bjart síðdegis og hiti á bilinu 10 til 15 stig að deginum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.