Veður

Gott veður og hiti allt að 19 stig á þjóð­há­tíðar­daginn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Svona eru verðuhorfur á landinu á hádegi í dag.
Svona eru verðuhorfur á landinu á hádegi í dag. vedur.is

Í dag verður suðlæg eða breytileg átt á bilinu þremur til tíu metrum á sekúndu ef spár ganga eftir. Víða bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestantil á landinu. Líkur eru á þokulofti við norður- og austurströndina.

Hitinn verður á bilinu 8-19 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu erður að mestu bjart síðdegis og hiti á bilinu 10 til 15 stig að deginum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×