Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 23:21 John Bolton deildi oft vioð Trupm þegar hann var þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Mark Humphrey Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku, gegn mótbárum Hvíta hússins. Ráðuneytið segir Bolton hafa brotið gegn þagnarsamkomulagi við ríkisstjórnina með því að skrifa bókin og er því haldið fram að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Farið er fram á að útgáfa bókarinnar verði stöðvuð þar til Hvíta húsið veitir skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá er þess krafist að öll eintök sem þegar hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum verði sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar fari í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur þvertekur fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. Seinna bauðst hann svo til að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildarinnar en þar ákváðu þingmenn Repbúlikanaflokksins að kalla ekki fyrir vitni. Trump hélt því nýverið fram að öll samtöl við hann væru, tæknilega séð, leynilegar upplýsingar, og sakaði hann Bolton um að vera lygara. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra og bárust reglulegar fregnir af deilum hans við Trump um utanríkismál Bandaríkjanna. Þá sérstaklega varðandi Venesúela, Afganistan, Íran, Norður-Kóreu og Úkraínu. Sjá einnig: 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Við hefðbundnar aðstæður þegar aðilar gefa út bækur um ríkisstjórnarstörf þeirra þurfa þær að fara í gegnum ákveðið eftirlitsferli. Það ferli fer yfirleitt fram án mikilla vandræða en ekki að þessu sinni. Trump sagði í gær að þessu ferli væri ekki lokið í þessu tilfelli. Einn lögmanna Hvíta hússins sendi Bolton nýverið bréf þar sem ítrekað var að Bolton hefði skrifað undir þagnarsamkomulag þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu og að ef hann opinberi leynilegar upplýsingar geti óvinir Bandaríkjanna nýtt sér þau til að skaða ríkið. Lögmaðurinn sagði að hann myndi afhenda Bolton nýtt handrit þann 19. júní, fjórum dögum áður en bókin á að fara í sölu. Lögmaður Bolton svaraði á þann veg að hann hefði þegar farið eftir öllum nauðsynlegum ferlum varðandi útgáfu bókarinnar og leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar sem Washington Post hefur rætt við segja mjög hæpið að Dómsmálaráðuneytið muni ná markmiðum sínum. Dómafordæmi í Bandaríkjunum sýni það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira