Erlent

Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt

Andri Eysteinsson skrifar
Karl bretaprins tók ekki í hendurnar á fólki á meðan að á heimsókn hans stóð. Hann heilsaði þó með namaste-kveðjunni.
Karl bretaprins tók ekki í hendurnar á fólki á meðan að á heimsókn hans stóð. Hann heilsaði þó með namaste-kveðjunni. Getty/Ben Brichall

Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. BBC greinir frá.

Bretaprins greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í lok marsmánaðar og sagðist hann hafa fengið væg einkenni sjúkdómsins í myndbandskveðju sem hann birti í byrjun apríl. Eiginkona hans, Camillla Parker-Bowles reyndist ekki hafa smitast af veirunni og sama má segja um aðra meðlimi nánustu fjölskyldu prinsins.

Karl ræddi upplifun sína af veikindunum í heimsókn sinni til konunglega sjúkrahússins í Gloucesterskíri í dag. Sagði prinsinn þá að hann hafi misst bragð- og þefskyn vegna veirunnar og hafi það ekki gengið til baka þrátt fyrir að tæpir tveir mánuðir séu frá því að honum batnaði af sýkingunni.

Reglum um tveggja metra fjarlægð var fylgt í hvívetna og tók prinsinn ekki í hendur starfsmanna heldur heilsaði þeim með namaste-kveðju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×