Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 14:00 Kristinn Steindórsson skorar hér langþráð mark sitt gegn Gróttu. VÍSIR/HAG „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. Kristinn skoraði lokamarkið í 3-0 sigri Breiðabliks, í sínum fyrsta leik Blika eftir níu ár í atvinnumennsku og hjá FH. Markið laglega er það fyrsta sem Kristinn skorar í deildarleik síðan árið 2014. „Gaurinn hérna við hliðina á mér hlýtur að vera brjálaður að sjá þetta. Hvar var þetta í Hafnarfirðinum? „I want my money back“,“ sagði Hjörvar Hafliðason léttur í bragði og horfði til sessunautar síns, Davíðs Þórs Viðarssonar, sem lék með Kristni hjá FH síðustu tvö ár. Innslagið má sjá neðst í greininni og mark Kristins má sjá hér að neðan. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristin Steindórsson „Það vita það allir að hann er frábær leikmaður,“ sagði Davíð. „Maður sá þetta alveg þegar hann var í FH, það var ekki málið, á æfingum og slíkt. En hann náði sér ekki á strik, það er engum blöðum um það að fletta, en hann fékk líka kannski ekki að spila sig inn í eina, ákveðna stöðu. Hann byrjaði úti á væng, svo kom hann inn á miðja miðjuna, svo var hann fremstur á miðjunni, svo aftastur. Það var kannski dálítið erfitt fyrir hann. En það er frábært að hann hafi náð að skora þetta mark því ég held að það gefi honum virkilega mikið. Ég vona innilega að hann nái sér á strik með Blikunum; frábær leikmaður og frábær náungi,“ sagði Davíð. Hefði getað endað í 2. deild Hjörvar benti á að Kristinn hefði í raun verið í talsverðri óvissu eftir að samningur hans við FH rann út síðasta haust. Hann skrifaði undir samning við Breiðablik í febrúar. „Það er líka svo magnað að eftir að FH-tímabilinu lauk í fyrra þá voru liðin ekkert að hringja í hann. Hann var kannski bara, með fullri virðingu fyrir því metnaðarfulla verkefni, á leiðinni í Kórdrengi [sem leika í 2. deild]. Hann var bara úti með símann að sjá hvort það ætlaði ekki einhver að hringja í sig. Hvort það væri ekki samband. „Er enginn að fara að hringja?“ En Blikarnir taka hann inn á æfingar, sjá hvernig standi hann er í, og að sjálfsögðu tóku þeir hann. Ég held að það séu allir að vonast til að þetta gangi upp,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Kristin Steindórsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í október 2014 í gær þegar Breiðablik vann Gróttu 3-0 á Kópavogsvelli. 15. júní 2020 18:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05