Skilakerfi fer yfir landið með tilheyrandi rigningu og súld Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 06:59 Blautt er það víðast hvar. Veðurstofan Útlit er fyrir sunnanátt á bilinu fimm til þrettán metrum á sekúndu. Einnig fer víðfemt skilakerfi fer yfir landið frá vestri til austurs með tilheyrandi rigningu og súld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að mest verði vætan sunnanlands, en þó að áttin sé suðlæg muni einnig rigna af og til á Norður- og Austurlandi sem sé gott fyrir gróðurinn á þeim slóðum. „Á vestasta hluta landsins verða skilin farin yfir kringum hádegi og handan skilanna taka við smávegis skúrir. Seinnipartinn í dag og í kvöld dregur einnig úr vætunni í öðrum landshlutum.Á morgun tekur við suðvestanátt, allvíða 5-10 m/s. Búast má við dálitlum skúrum í flestum landshlutum, líklega hangir hann þó þurr á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu í dag, en suðaustanlands á morgun. Á miðvikudag (þjóðhátíðardaginn) er síðan hæg suðlæg átt í kortunum, 3-8 m/s. Væntanlega verður þurrt um allt land. Norðanlands verður víða bjart veður, en meira af skýjum á himni á sunnanverðu landinu, þó eflaust sjáist til sólar á milli skýjanna. Þokuloft gæti sett strik í reikninginn og er þokan líklegust til að láta á sér kræla með austurströndinni,“ segir á síðunni. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu og víða dálitlir skúrir, einkum á vestanverðu landinu. Hiti víða 10 til 15 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): Suðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 14 stig, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi með hita 13 til 18 stig. Á fimmtudag: Suðaustan 5-10 á sunnanverðu landinu og skýjað, en úrkomulítið. Hægari vindur norðanlands og bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Á föstudag: Hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað, en bjart norðantil á landinu. Hiti breytist lítið. Fer að rigna sunnanlands um kvöldið. Á laugardag (sumarsólstöður): Ákveðin suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Sjá meira
Útlit er fyrir sunnanátt á bilinu fimm til þrettán metrum á sekúndu. Einnig fer víðfemt skilakerfi fer yfir landið frá vestri til austurs með tilheyrandi rigningu og súld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að mest verði vætan sunnanlands, en þó að áttin sé suðlæg muni einnig rigna af og til á Norður- og Austurlandi sem sé gott fyrir gróðurinn á þeim slóðum. „Á vestasta hluta landsins verða skilin farin yfir kringum hádegi og handan skilanna taka við smávegis skúrir. Seinnipartinn í dag og í kvöld dregur einnig úr vætunni í öðrum landshlutum.Á morgun tekur við suðvestanátt, allvíða 5-10 m/s. Búast má við dálitlum skúrum í flestum landshlutum, líklega hangir hann þó þurr á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu í dag, en suðaustanlands á morgun. Á miðvikudag (þjóðhátíðardaginn) er síðan hæg suðlæg átt í kortunum, 3-8 m/s. Væntanlega verður þurrt um allt land. Norðanlands verður víða bjart veður, en meira af skýjum á himni á sunnanverðu landinu, þó eflaust sjáist til sólar á milli skýjanna. Þokuloft gæti sett strik í reikninginn og er þokan líklegust til að láta á sér kræla með austurströndinni,“ segir á síðunni. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu og víða dálitlir skúrir, einkum á vestanverðu landinu. Hiti víða 10 til 15 stig. Á miðvikudag (lýðveldisdagurinn): Suðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 10 til 14 stig, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi með hita 13 til 18 stig. Á fimmtudag: Suðaustan 5-10 á sunnanverðu landinu og skýjað, en úrkomulítið. Hægari vindur norðanlands og bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Á föstudag: Hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað, en bjart norðantil á landinu. Hiti breytist lítið. Fer að rigna sunnanlands um kvöldið. Á laugardag (sumarsólstöður): Ákveðin suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Sjá meira