Man Utd og Tottenham töpuðu bæði í undirbúningi sínum fyrir komandi leik liðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 10:45 Úr leik liðanna í desember sem Man Utd vann 2-1 þökk sé tvennu frá Marcus Rashford. EPA-EFE/Lynne Cameron Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira