Heita því að byggja upp öflugri her Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 15:21 KIm Jong Un og Donald Trump í Singapúr árið 2018. Photo/Evan Vucci Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00
Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16