Enski boltinn

Græða miklu meira en milljarð á leikmanni sem spilaði aldrei fyrir félagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Pasalic fagnar marki sínu fyrir Atalanta á móti AS Roma í febrúar síðastliðnum.
Mario Pasalic fagnar marki sínu fyrir Atalanta á móti AS Roma í febrúar síðastliðnum. EPA-EFE/PAOLO MAGNI

Chelsea mun græða heilmikinn pening þegar félagið selur króatíska miðjumanninn Mario Pasalic til ítalska félagsins Atalanta.

Stuðningsmenn Chelsea þekkja örugglega ekki mikið til þessa leikmanns því á sex árum hefur hann aldrei spilað fyrir Chelsea.

Chelsea lánaði hann fyrst til spænska félagsins Elche og svo hefur hann farið á láni til liða eins og Monaco, AC Milan og Spartak Moskva.

Hinn 25 ára gamli Mario Pasalic fann sér hins vegar samastað hjá Atalanta á Ítalíu.

Atalanta fékk Pasalic á láni frá Chelsea fyrir núverandi tímabil og hann hefur blómstrað hjá félaginu. Ítalska félagið ætlar nú að nýta sér möguleikann í samningnum á að kaupa miðjumanninn. Hann hefur skorað 7 mörk í 32 leikjum fyrir Atalanta á leiktíðinni.

Chelsea keypti Mario Pasalic ári 2014 frá Hajduk Split fyrir í kringum þrjár milljónir punda. Nú þarf Atalanta að kaupa á hann á fimmtán milljónir evra.

Chelsea mun því hagnaðist um tíu milljónir punda, yfir 1,6 milljarð íslenskra króna, á leikmanni sem spilaði aldrei leik fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×