Hefur enga trú á því að Víkingur verði Íslandsmeistari: „Verða aldrei í topp fjórum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 07:30 Ágúst Eðvald og félagar eru ríkjandi bikarmeistarar. Vísir/Daníel Þór Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira