Hefur enga trú á því að Víkingur verði Íslandsmeistari: „Verða aldrei í topp fjórum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 07:30 Ágúst Eðvald og félagar eru ríkjandi bikarmeistarar. Vísir/Daníel Þór Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira