Íslenski boltinn

Fylkir fær miðvörð frá Stjörnunni

Sindri Sverrisson skrifar
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er komin í appelsínugula búninginn.
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er komin í appelsínugula búninginn. mynd/fylkir

Fylkir hefur fengið til sín ungan miðvörð frá Stjörnunni nú þegar Íslandsmótið í fótbolta er í þann mund að hefjast.

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er komin til Fylkis en hún er tvítug og hefur alls leikið 23 leiki með Stjörnunni og Haukum í efstu deild, þar af fjóra á síðustu leiktíð. Kolbrún Tinna hóf ferilinn með Fjölni í 1. deildinni.

Fyrsti leikur Fylkis, sem Vísir spáir 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar, er eftir tvo daga þegar liðið fær Selfoss í heimsókn kl. 17 á laugardag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×